Friday, June 15, 2007

Annar dagur í Nakuru

Það er mikill léttir að komast úr mannmergðinni í Nairobi. Hérnar í Nakuru er hægt að slappa vel af og hafa það rólegt.

Eftir að hafa séð ástandið á Little Bees hef ég verið að hugsa um leiðir til að hjálpa þeim. Lyktin þar er hræðileg, enda rennur klóakið eftir göngustígunum í hverfinu. Það er mjög mikið af verkefnum sem standa fyrir og settumst við Saga niður í klukkutíma og ræddum við "mama" Lucy varðandi framtíðina hjá þeim.

Húsið sem verið er að byggja hjá þeim er langt komið. Þeim hefur borist styrkur frá Vinum Afríku og er sá styrkur fyrir efni í bygginguna. Við ætlum að hitta Lucy aftur áður en við förum til Íslands og ræða betur við hana um byggingaplönin.

Krakkarnir á "Little Bees" eru alls um 200 talsins og eru á aldrinum 3 til 10 ára ásamt einu barni sem við hittum sem er ný fætt. Af þessum 200 krökkum e
ru 4 með styrktarforeldra og sést greinilega á þessum tölum hver þörfin er fyrir styrktarforeldra. Þessir styrktarforeldrar eru allir Íslendingar. Við hvetjum ykkur öll til að gerast styrktarforeldi (sjá hérna).

Lucy lagði áherslu á að börnunum vantaði skólabúninga og tók fram að þegar barn gengur í skólabúning, finnst því það vera hluti af hópnum og aðrir sjá það sem skólabarn. Eins og er eiga aðeins örfá börn skólabúninga.

Ef þú hefur áhuga á að styrkja "Little Bees", og hjálpa til við að búa til hunang, þá er hægt að leggja inná reikning samtakana 137-18-460315, kt. 200565-3209.

Hérna eru nokkrir hlutir sem þau vantar:
  • Kol til að elda matinn. Núna nota þau eldivið sem gefur frá sér mikinn reyk og er skaðlegur fyrir lungun. Sérstaklega hjá þeim sem laga matinn.
  • Bækur og skriffæri fyrir skólann.

Jæja, við ætlum að koma okkur á hótelið núna. Sýnið góðan hug og bjóðið þeim hjálparhönd.


2 comments:

Anonymous said...

ég geri það þegar ég eignast pening...
hef lengi verið að pæla í því...

Fríða Rós said...

Vá Haukur hvað það er gaman að heyra hvað þú ert inspireraður af ástandinu og fólkinu. Mikið eru þau heppin að fá hjálp frá manni eins og þér.

Áfram réttlátari skipting í heiminum!

Bestu kveðjur frá Brighton.