Monday, June 18, 2007

Hell's Gate - Nakuru - Kisumu

Fra Nairobi forum vid aleidis til Nakuru. A leidinni stoppudum vid i tjodgardi sem heitir Hells Gate. Tetta er risa stort villt svaedi med trongum stig eftir gardinum endilongum. Hells Gate var eitt sinn eldstod og myndudust ta storir klettar ur studlabergi sem lita mjog ognvaenlega ut. Tadan kemur tetta ovenjulega nafn.

Vid leigdum okkur hjol og hjoludum i gegnum gardinn. A leidinni saum vid morg spennandi dyr sem eru ekki mikid a flakkinu a Islandi. Tarna voru Sebrar, apa-hjord og nokkur fleiri. Tegar vid vorum komin halfa leid i gegn, hljop villisvin yfir veginn rett fyrir framan okkur og leist okkur ekki a blikuna tvi tad stoppadi lika og glapti a okkur. Svo byrjudum vid ad hjola aftur og ta rollti svinid i burtu og vid holpin. Hjukk.
Tad var mjog hressandi ad taka svona hjol-sprett en vid vorum ordin nokkud treytt tegar vid vorum komin i bilinn, enda tok turinn um 2 tima. Vid maelum med thessum tur, hann er alveg thess virdi, tad er oborganlegt ad hjola svona umkringdur fjollum, skogum og villtum dyrum, hvergi sest til byggdar.

Vid brunudum aleidis til Nakuru, kannski einum of hratt tvi vid vorum stoppud af loggunni fyrir of hradann akstur. Vid hofdum leigt bil og bilstjora i Nairobi og tok loggann bilstjorann i yfirheyrlsu. Loggan gaf okkur mjog skyr fyrirmaeli ad leyfa bilstjoranum ekki ad fara svona hratt. Svo kom bilstjorinn aftur skommustulegur, greinilega buid ad hudskamma hann af loggunni, og vid keyrdum til Nakuru.

Vid Hofdum mjog goda 3 daga i Nakuru, fyrir utan ad eg (Haukur) vard veikur, en tad leid hja. Linet, sem er yfir stofum hop i Nakuru og er ad gera goda hluti, var okkur innan handar. Vid forum med henni i tvo skola tar sem born i hverfinu fa ad koma og laera, sum fa ad borda eina maltid a dag. Daginn eftir forum vid heim til hvers og eins styrkts barns og saum heimilisadstaedur teirra. Tau bua oll vid slaemar adstaedur tar sem foreldri eda umonnunaradili eiga erfitt med ad sja um tau.

Tarna saum vid konu sem a 4 born, eitt ny faett, og madurinn hennar er farinn. Vegna fataektar neyddist hun ad giftast eldri manni og sa madur vill ekki sja bornin hennar. Tad tydir ad bornin bua ein, 3 saman og sja um sig sjalf, sem er hormulegt tvi elsta barnid er um 11 ara. Tau fara stundum og leika ser hja mommunni um helgar, en bara ef eiginmadurinn er ekki heima. Eitt barnid, Mary, er styrkt af Islendingi og thad munar mjog um thad. En systkinin vantar sarlega hjalp.
Annad barn sem vid heimsottum var strakur, Frances Kioko. Hann byr med mommu sinni sem er mjog veik, med langt gengid Aids og allir auka peningar fara i lyf handa henni, hun virtist vera a sterkum verkjalyfjum. Hun vinnur ekki neitt og bjost vid ad vera hent ut ur litilli ibud sinni thvi hun borgadi ekki leigu, 300 kr. Strakurinn er styrktur af Islendingi sem gerir honum kleyft ad fara i skolann og fa heita maltid.

Ja og vid heimsottum fjolmorg onnur born, og vorum algerlega uppgefin eftir daginn.

Vid komum til Kisumu seint i gaerkvoldi. I dag aetlum vid ad hitta tvaer stelpur, Maureen og Janet, sem eru styrktar af Islendingum. Vid aetlum ad fara i baeinn og versla fyrir taer fyrir peninga sem styrktarforeldrarnir sendu. Og svo a morgun forum vid med Ann Lauren og skodum vid eitthvad af heimilunum herna. Vid aetlum lika ad skoda Viktoriuvatn adur en vid forum hedan, a midvikudaginn.

1 comment:

Anonymous said...

Þetta er engin smá ferð þarna :) en svakalegt að heyra af svona aðstæðum sem sumt fólk lifir við...
mar er ekkert smá feginn að mar býr í okkar part af heiminum